Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krakkarnir á Króki kíktu á lömbin á Hópi
Þriðjudagur 19. maí 2015 kl. 11:16

Krakkarnir á Króki kíktu á lömbin á Hópi

Sú skemmtilega hefð hefur myndast hjá sauðfjárbændunum að Hópi í Grindavík að á hverju vori kemur leikskólinn Krókur í heimsókn í fjárhúsin og fær að kynnast sveitastörfunum og sauðburði frá fyrstu hendi. Krakkarnir virðast hafa mjög gaman af þessum heimsóknum þó svo að lyktin fari reyndar misvel í mannskapinn. Allir vildu fá að halda á lömbum og aðstoða við að gefa. Svo fengu allir muffins og djús á kaffistofunni að launum fyrir vel unnin störf. Jóhanna Harðardóttir stórbóndi deildi skemmtilegum myndum frá þessari heimsókn og birtust þær ásamt umfjölluninni og fleiri myndum á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024