Krakkarnir á Gimli fengu gefins snjóþotur
Landsbankinn á Suðurnesjum kom færandi hendi á leikskólann Gimli í morgun og gaf leikskólanum snjóþotur. Krakkarnir voru fljótir að næla sér í þotu og fara upp á næsta hól.Að sögn Garðars Newmann hjá Landsbankanum hefur þetta staðið lengi til en snjóleysi hefur komið í veg fyrir að hægt væri að afhenda gjöfina.