Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 30. janúar 2002 kl. 11:18

Krakkar úr Reykjanesbæ í heimsókn á Varnarstöð NATO

Í dag stendur yfir kynning á Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar þar sem íslenskir og bandarískir krakkar kynna sér hin ýmsu störf sem innt eru af hendi innan vallar.Þetta er spennandi fyrir krakkana úr Reykjanesbæ sem gera sér kannski ekki öll grein fyrir því hvernig daglegt líf er inni á Varnarsvæðinu. Þar búa um það bil 4000 manns og tæpur helmingur eru hermenn af báðum kynjum en hinir eru makar þeirra og börn. En á Varnarsvæðinu er einnig björgunarsveit, risa eldhús, sjúkrahús, skólar, veitngastaðir, slökkvilið og síðast en ekki síst þotuflugmennirnir á F-15 orustuþotunum, sem við sjáum á myndunum hér fyrir neðan. Haukur Ólafsson er einn af krökkunum úr Reykjanesbæ sem fékk boð um að koma á Varnastöðina og kynna sér daglegt líf þar, hann hafði mestann áhuga á að skoða orustuþoturnar og varð að ósk sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024