Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krakkar í Holtaskóla kryfja fisk
Föstudagur 28. maí 2004 kl. 15:16

Krakkar í Holtaskóla kryfja fisk

Krakkarnir í 6.bekk Holtaskóla voru í bullandi aðgerð á þorski, ýsu, karfa og mörgum öðrum fisktegundum þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði. Prófunum er lokið og nú nýta krakkarnir sér þá þekkingu sem þau komust yfir í vetur í hinum ýmsu verkefnum. Mæðgurnar Auður Árnadóttir, Lilja og Magdalena Sæmundsdætur frá Fiskval gáfu krökkunum fiskana sem þau gerðu að. Næsta föstudag munu krakkarnir svo heimsækja velunnara sína í Fiskval og fræðast þar um starfsemina.
Fiskkrufningin er liður í þemadögum 6.bekkjar og á næstu dögum stendur einnig til að fara í fuglaskoðun. Allir nemendurnir fá vinnubók þar sem þau þurfa að svara spurningum um verkefni sín, t.d. hvaða líffæri þau sjái inni í fiskunum og þar fram eftir götum. Mestur var þó áhugi krakkanna á því að vita hvað skyldi nú leynast í heila og hjörtum fiskanna, með svuntur, hanska og krufningarhnífa að vopni lögðu krakkarnir af stað í leit að svörum við spurningum sínum.

VF-mynd/Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024