Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krakkar í frjálsum íþróttum í Sandgerði
Fimmtudagur 7. júlí 2016 kl. 06:00

Krakkar í frjálsum íþróttum í Sandgerði

Haldið var frjálsíþróttanámskeið í Sandgerði í júní og naut það mikilla vinsælda, sérstaklega hjá þeim yngstu iðkendunum. Upphaflega áttu börn 8 ára og yngri að vera saman í hóp en þar sem aðsóknin var það mikil var ákveðið að skipta þeim upp í tvo hópa, 5 til 7 ára og svo 8 ára og eldri.

Brynjar Gunnarsson, íþróttafræðingur og frjálsíþróttaþjálfari, stóð fyrir námskeiðinu. Hann segir krakkana hafa tekið frjálsum íþróttum fagnandi. „Flest öll vissu þau sitthvað um frjálsar íþróttir sem var gaman að heyra. Þau voru flest mjög áhugasöm sem er alltaf gaman þegar verið er að kynna eitthvað nýtt,“ segir hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vegna skorts á sérhæfðri frjálsíþróttaaðstöðu í Sandgerði var mikil áhersla lögð á hlaupaleiki á námskeiðinu sem og á Krakkafrjálsar þar sem að krakkarnir upplifa frjálsar íþróttir í formi leikja. Þau prófuðu líka skutlukast (krakkaspjót), grindahlaup og langstökk á hefðbundinn hátt. 

 

Myndirnar voru teknar á frjálsíþróttamóti sem haldið var síðasta daginn á námskeiðinu.