Krakkar í hversdagsfötum
Oddgeir Karlsson ljósmyndari segir að mikið sé búið að bóka hjá sér og algengt sé að fólk komi nokkrum dögum fyrir fermingu í myndatöku. „Ég tek hefðbundnar fermingarmyndir en svo reyni ég alltaf að brydda uppá nýjungum og tek þá t.d. myndir af krökkunum í hversdagsfötum með hljóðfærin sín, körfuboltann eða gæludýrin. Myndefnið fer mikið eftir hugmyndum fólks og ég reyni að koma til móts við það.“