Krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar
Síðastliðinn laugardag var boðið upp á krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja. Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir leikskólakennari og jógaleiðbeinandi leiddi tímann og gerði skemmtilegar æfingar, öndun og slökun með börnunum. Jógatíminn var afar vel sóttur og mátti sjá ömmu og afa, foreldra og eldri systkini taka þátt með yngstu börnunum.