Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krakkagospelhelgi á Vallarheiði og bíó í boði Íslandsbanka
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 10:15

Krakkagospelhelgi á Vallarheiði og bíó í boði Íslandsbanka

Um helgina verður mikið um að vera hjá hressum gospelkrökkum á Vallarheiðinni. Hjálpræðisherinn er þar með tvo barnagospelkóra: Stjörnugospel fyrir í 1. til 4. Bekk, og Gleðigospel fyrir krakka í 5. til 10. bekk. Um helgina munu þessi 50 börn eiga skemtilega daga saman. Farið verður í stúdíóferð til Reykjavíkur þar sem upptaka fer fram á tveimur nýjum og skemmtilegum  lögum. Þar á eftir verður farið í bíó í boði Íslandsbanka! Fyrr um dagin munu krakkarnir koma fram með gleðisöng á málþinginu „Börn í Reykjanesbæ“ sem haldið verður í húsnæði Virkjunnar og að enda dagsins verður haldin kvöldvaka og boðið upp ásvefnpokagistingu. Endar svo þessi skemmtilega helgi á sunnudeginum með Fjölskylduguðþjónustu á Hernum klukkan 14:00. Þar sem börnin munu koma fram með söng og dans. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á þessari Guðþjónustu.

Hjálpræðisherinn byrjaði starfsemi sína á Vallarheiði síðastliðið haust og gaman er að geta greint frá vaxandi og skemmtilega starfsemi sem þar fer fram. Fyrir utan þessa tvo barnakóra, er þessi nýji Her á Vellinum meðal annars með Gospelkórinn KICK á mánudagskvöldum. Krakkasöng fyrir börn undir skólaaldur á fimmtudögum klukkan 16. Pokamarkað þar sem hægt er að fylla plastpokann með góðum og notuðum fatnaði, Samkomustarf  og meira mætti nefna.

Frá og með næsta haust mun Hjálpræðisherinn einnig bjóða upp á aðstoð við heimanám og frístundaraðstöðu fyrir börn eftir skólatíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024