Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kraftmikill knattspyrnukappi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 12. febrúar 2022 kl. 08:19

Kraftmikill knattspyrnukappi

Ung(menni) vikunnar: Mikael Máni Hjaltason

Mikael Máni Hjaltason er þrettán ára fótboltakappi úr Njarðvík. Mikael situr í unglingaráði Fjörheima og elskar að eyða kvöldum sínum í félagsmiðstöðinni. Hann er skemmtilegur, kraftmikill og heiðarlegur.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 8.bekk.

Í hvaða skóla ertu?
Akurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað gerir þú utan skóla?
Ég æfi fótbolta og elska ekkert meira en að fara í Fjörheima eftir langan dag.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Uppáhaldsfagið mitt er íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég hef trú á öllum þeim sem munu reyna en ef ég þyrfti að velja einn þá væri það Hermann Borgar Jakobsson eða Stebbi frægur fyrir fótboltann.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Ég trúði því alltaf að húsvörðurinn ætti draug sem svaf í kjallaranum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ef það væri kosið um fyndnustu manneskju skólans væri það ég, ég get látið alla hlæja ef ég vil það.

Hver eru áhugamálin þín?
Ég er mest í fótbolta og ætla eins langt og ég get.

Hvað hræðistu mest?
Ég hræðist sjóinn mest en ég elska að veiða og fara út á sjó en það er bara pælingin að vísindamenn hafa skoðað minna en fimmtán prósent af sjónum.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Örugglega öll lögin á nýju plötunni hans Frikka Dórs.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég þurfti að spyrja vini mína að þessari spurningu og þeir segja að ég sé með góða nærveru, heiðarlegur og mjög hreinskilinn.

Hver er þinn helsti galli?
Ég er of hreinskilinn.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Mest notaða forrit í símanum mínum var TikTok en ég er í lífstíðarbanni þar, þannig það er Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Hreinskilni og það að vera skemmtilegur.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að verða fótboltamaður eða eiga fyrirtæki.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Erfitt er að velja bara eitt en ég verð að segja kraftmikill.