Krabbameinsfélagið efnir til hnýtingarkeppni um Krabbameinsfluguna
Krabbameinsfélagið í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið efnir til hnýtingakeppni um silungaflugu. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þær flugur sem lenda í þremur efstu sætunum í tveimur flokkum: Almennum flokki og unglingaflokki (16 ára og yngri).
Almennur flokkur:
1 sæti ...heildarverðmæti kr. 226.000
Veiðileyfi í Laxá í Laxárdal 20.-23. júlí með fæði og gistingu í veiðihúsinu Hofi í Laxárdal.?Sage Z-Axis flugustöng.?Veiðikortið 2010.
2 sæti ...heildarverðmæti kr. 63.900
Stöng að eigin vali í Varmá haustið 2010.
Simms Freestone vöðlur og Simms Freestone skór.?Veiðikortið 2010.
3 sæti ... heildarverðmæti kr. 46.000
Scierra D-Lite fluguhjól ásamt Scierra HMT skotlínu.?Veiðikortið 2010.
Unglingaflokkur:
1 sæti ... heildarverðmæti kr. 176.000
Veiðileyfi í Laxá í Laxárdal 20.-23. júlí með fæði og gistingu í veiðihúsinu Hofi í Laxárdal.?Zpey Combo fluguveiðisett. Stöng, hjól, lína og taumar. Allt í vönduðum hólki. ?Veiðikortið 2010.
2 sæti ... heildarverðmæti kr. 53.900
Scierra D-Lite fluguhjól ásamt Scierra HMT skotlínu.?Stöng að eigin vali í Varmá haustið 2010.?Veiðikortið 2010.
3 sæti ... heildarverðmæti kr. 24.000
Simms veiðivesti.?Veiðikortið 2010.
Heildarverðmæti allra vinninga um kr. 590.000!
Reglur keppninnar eru eftirfarandi:
Dómnefnd valin af Krabbameinsfélaginu mun ákveða hvaða flugur bera sigur úr býtum. Flugurnar verða að vera hannaðar og hnýttar af þátttakendum. Keppnin er opin öllum. Unglingum er frjálst að taka þátt í almennum flokki en hver keppandi getur einungis keppt í einum flokki. Keppanda er frjálst að senda inn ótakmarkaðan fjölda flugna.
Sigurvegarar hljóta glæsileg verðlaun í boði samstarfsaðila keppninnar og verður þeirra getið í söluefni og kynningum á flugunum.
Með þátttöku samþykkir keppandinn að flugan verði eign Krabbameinsfélags Íslands og verður flugan fjöldaframleidd og seld til fjáröflunar fyrir félagið og ráðstafað á þann hátt er félagið kýs best. Keppandi skal skila flugunni í pakkningu sem ver hana skemmdum sem merkt er leyniorði eða númeri, en pakkanum skal fylgja umslag merkt sama leyniorði eða númeri og í hvorum flokknum flugan skal keppa. Í umslaginu skulu vera upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer/tölvupóstfang keppanda.
Flugan þarf að berast Krabbameinsfélaginu að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, eigi síðar en 19. mars 2010. Þegar sigurvegarar hafa verið valdir verða umslögin opnuð og vinningshafar tilkynntir á vef Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is, og á vefjum samstarfsaðila keppninnar: www.svfr.is, www.veidihornid.is, og www.veidikortid.is.
Dómnefnd sker úr um vafaatriði.
Með þátttöku samþykkir keppandi reglur keppninnar.