KR-lagið er lúmskt gott
FS-ingur vikunnar
FS-ingur vikunnar heitir Birgitta Hallgrímsdóttir og er 16 ára Keflvíkingur. Hún er á Náttúrufræðibraut og afreksíþróttalínu en hún spilar fótbolta með meistaraflokki Keflavíkur. Birdjettah, eins og hún er stundum kölluð, ætlar sér að verða atvinnumaður í fótbolta og sálfræðingur.
Helsti kostur FS?
Hann er í Keflavík og er með gott félagslíf.
Hjúskaparstaða?
Á föstu.
Hvað hræðistu mest?
Köngulær.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ísafold fyrir ballethæfileikana sína.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Sigurður Smári er fyndinn.
Hvað sástu síðast í bíó?
Tammy, hún var góð.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Kók í dós
Hver er þinn helsti galli?
Get stundum verið mikil frekja.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Seba og Una eru krúttleg.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Myndi stytta tímana.
Áttu þér viðurnefni?
Birdjettah.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Sweg.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Bara mjög gott.
Áhugamál?
Fótbolti og vinir.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Vera atvinnumaður í fótbolta og sálfræðingur.
Ertu að vinna með skóla?
Neibb.
Hver er best klædd/ur í FS?
Guðbjörg Ósk.