Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

KR-ingar með sekkjarpípublástur í Leirunni
Laugardagur 22. ágúst 2009 kl. 11:23

KR-ingar með sekkjarpípublástur í Leirunni

Það var blásið í sekkjarpípur þegar ræst var út á golfmót KR á Hólmsvelli í Leiru í morgun, laugardaginn 22. ágúst. Það var fallegt veður í Leirunni en hugsanlegt að einhverjir dropar myndu falla á KR-inga sem léku í Leirunni þennan morgun. Síðar í dag mætast Keflavík og KR í knattspyrnunni á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.

- Sjáið myndband í vefsjónvarpi VF hér á vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Neðri myndin: Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Ásbjörn Jónsson lögfræðingur pútta á 18. rétt áður en golfvöllurinn í Leiru fylltist af KR-ingum sem halda sitt golfmót þar í dag.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson