Kötturinn sleginn úr tunnunni í Reykjaneshöll
Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í Reykjaneshöll á morgun. Lúðrasveit og léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar standa fyrir hátíðarhöldum á öskudaginn fyrir nemendur 1. - 6. bekkjar. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til 16:00.Boðið verður upp á andlitsmálningu, trampolín og hoppukastala.Jón Marínó Sigurðsson mun stýra leikjum og dansi. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt með börnum sínum.






