Kósý ferð sem endaði á Þjóðhátíð
Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Birna Björk Þorkelsdóttir ætlar í sumarbústað með fjölskyldunni og á Unglingalandsmótið á Selfossi. Hennar besta minning frá verslunarmannahelgi er þegar „kósý ferð“ endaði á Þjóðhátíð í Eyjum.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla að fara með fjölskyldunni í sumarbústað og á Unglingalandsmótið á Selfossi, þar sem elsta dóttir mín ætlar að keppa með vinkonum sínum.
Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?
Mikilvægast er að taka góða skapið með sér inn í helgina og njóta.
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?
Ætli eftirminnilegasta verslunarmannahelgin sé ekki þegar ákveðið var að fara kósýferð upp í bústað sem endaði svo með spontant ferð til Eyja.