KÓRAR OG KIRKJUR Í SVEIFLU
Kirkjustarf er nú í miklum blóma á Suðurnesjum. Jólasveiflan í Keflavíkurkirkju verður endurtekin á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Aðventusveiflan var haldin fyrir fullu húsi s.l. sunnudag. Meðal söngvara eru Einar Júlíusson og Rúnar Júlíusson og Poppband Keflavíkurkirkju leikur undir, en það er undir stjórn Guðmundar Ingólfssonar.