Kór selur disk
Kór Keflavíkurkirkju hefur gefið út geisladiskinn Vor kirkja í tilefni af 70 ára starfsafmæli og verður honum fylgt eftir með veglegum tónleikum á komandi hausti.
Kórfélagar verða að Hafnargötu 23 á Ljósanótt með heitt á könnunni og selja diskinn - verð er einungis 2.500 kr.
Diskurinn verður seldur kl. 15:00 – 22:00 á laugardag.