Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Kór eldri borgara með afmælistónleika á laugardag
  • Kór eldri borgara með afmælistónleika á laugardag
Fimmtudagur 6. október 2016 kl. 09:45

Kór eldri borgara með afmælistónleika á laugardag

Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, heldur afmælistónleika næsta laugardag, 8.október, klukkan 16:00 í Kirkjulundi í Keflavíkurkirkju. Kórinn varð 25 ára 17. september síðastliðinn og eru tónleikarnir af því tilefni. Á tónleikunum fær Eldey tvo kóra til liðs við sig, annars vegar Vorboðana, kór eldri borgara í Mosfellsbæ og hins vegar Hverafugla, kór eldri borgara í Hveragerði. Þá munu tónlistarmennirnir Veigar Margeirsson og Kjartan Már Kjartansson leika á tónleikunum.

Kórstjóri og undirleikari Eldeyjar er Arnór B. Vilbergsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kórstjóri og undirleikari Hverafugla er Örlygur Atli Guðmundsson 


Kórstjóri Vorboða er Hrönn Helgadóttir og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir

Kórarnir syngja einir og í lokin syngja þeir saman þrjú lög. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur.
Kórinn fagnaði afmælinu 17. september síðastliðinn þegar 57 kórfélagar og makar dvöldu í Wisbaden í Þýskalandi. Á afmælisdegi kórsins var siglt á Rín. Ferðin vakti mikla lukku og fór kórinn víða og naut leiðsagnar fararstjórans Soffíu Halldórsdóttir.

Myndirnar voru teknar í ferð Eldeyjar, kórs eldri borgara, til Þýskalands. Þar fagnaði kórinn 25 ára afmælinu.