Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konur óskast í kvennakór
Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 16:08

Konur óskast í kvennakór

Nú er vetrastarf Kvennakórs Suðurnesja að hefjast. Kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968 og er því elsti starfandi kvennakór á landinu. Stjórnandi kórsins er Prímadonnan Dagný Þ. Jónsdóttir. Æft hefur verið á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 8-10 í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík. En sú nýbreytni er í vetur að á mánudögum verður einkakennsla og raddæfingar en sam-æfingar á miðvikudögum. Oft er líf og fjör á æfingum  sungið og trallað og eru konur á öllum aldri í kórnum. Ýmislegt er annað sér til gamans gert t.d. er ferð á haustin upp í sveit til að hrista kórinn saman.  Í nóvember er komið saman í laufabrauðs-gerð til fjáröflunar og skemmtunar þar er alltaf mikil stemning og oft taka fjölskyldur kvennanna þátt í þessari uppákomu. Eina helgi í febrúar er farið í æfingarbúðir í Skálholt. Þar sem æfingum og skemmtun er blandað saman. Á síðasta ári var farið í söng og skemmtiferð til Ungverjalands. Stemmt er að því að fara í næstu ferð árið 2007.  Við hvetjum konur á Suðurnesjum að koma og syngja með okkur.  Nánari upplýsingar eru hjá formanni kórsins henni Helgu í síma 862-9519. 

Kvennakór Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024