Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 21:05
Konur hvattar til að fara í skoðun
Krabbameinsfélag Suðurnesja vill hvetja Suðurnesjakonur til að fara í reglubundna legháls- og brjóstaskoðun sem verður á HSS dagana 5. - 16. febrúar.
Reglubundin skoðun hefur löngu sannað gildi sitt og bjargað mörgum, en tímapantanir eru í síma 422 0503 milli 9.30 og 15.