Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konunglegi breski flugherinn á Íslandi ánægður með mótttökurnar
Fulltrúar Konunglega breska flughersins, ásamt breska sendiherranum, hittu Kjartan Má Kjartansson í Duus safnahúsum og afhentu honum m.a. mynd af Thyphoon-herþotunni í tilefni heimsóknarinnar til Keflavíkurflugvallar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. desember 2019 kl. 07:22

Konunglegi breski flugherinn á Íslandi ánægður með mótttökurnar

Í fyrsta sinn í 75 ár hélt Konunglegi breski flugherinn úti bækistöð orrustuflugvéla á Íslandi. Fjórar Typhoon-herþotur voru staðsettar á varnarsvæði Keflavíkurflugvallar þar sem 129 manns sinntu loftrýmisgæslu í nokkrar vikur.

Landhelgisgæslan vinnur náið með flughernum og er hver herþota á sólarhringsvakt til þess að bregðast við óþekktum flugvélum í lofthelgi Íslands. Flugmenn flughersins nýta tíma sinn einnig á Íslandi til þess að þjálfa lendingar á sjó. Björgunarsveitir og íslenski skipaflotinn eru einnig í samvinnu við flugherinn um að aðstoða við björgun ef flugvél lendir í fjöllum eða á sjó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dave Taudevin, flugmaður Typhoon-herþotunnar, útskýrði að æfingarnar á Íslandi væru svipaðar þeim sem færu fram í Bretlandi. ,,Þetta eru grunnæfingar hjá okkur sem eru hluti af aðild okkar og Íslands að NATO. Það gekk vel að æfa á Íslandi og þoturnar hafa staðist skilyrðin fullkomlega þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Íbúar Reykjanesbæjar og Landhelgisgæslan hafa tekið mjög vel á móti okkur en þessi vera okkar hér er sú fyrsta síðan í Seinni heimsstyrjöld.“

Eins og greint var frá í Víkurfréttum var skemmtileg uppákoma í tilefni heimsóknarinnar þegar lið flughersins og Landhelgisgæslunnar léku knattspyrnuleik í Reykjaneshöllinni en lið flughersins og Íslands áttust einnig við fyrir 75 árum þegar Bretar voru á Keflavíkurflugvelli. Íslendingar unnu þá og aftur nú eftir spennandi leik sem endaði með jafntefli. Heimamenn tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni.