Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

konukvöld samfylkingar
Mánudagur 5. maí 2003 kl. 10:06

konukvöld samfylkingar

Samfylkingin stóð fyrir skemmtikvöldi fyrir konur í Reykjanesbæ á dögunum. Söngur, spjall og notalegheit voru yfirskrift þessa skemmtikvölds sem haldið var í kosningamiðstöðinni á Hafnargötu 25. Fullt var útúr dyrum og mikil stemming. Guðrún Gunnarsdóttir dagskrárgerðakona heillaði konurnar með ljúfum söng einnig kom í heimsókn frábærlega efnileg söngkona frá Stokkseyri sem heitir Tinna.Efstu konur á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi kynntu sig og sín hjartans mál. Eins og kunnugt er skipar Margrét Frímannsdóttir efsta sæti framboðslistans og Brynja Magnúsdóttir úr Reykjanesbæ það fimmta.

Á myndinni eru Margrét, Unnur, Gerður og Brynja frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ásamt Tinnu söngkonu að taka lagið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024