Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 17. október 2008 kl. 09:54

Konukvöld og tískusýningar um helgina

Nk. laugardagskvöld 18.október verður konukvöld á Ránni í boði Flott saumagallerí og Leðurheims. Húsið opnar klukkan 19:30 og dagskráin hefst kl.20:30.

Boðið verður upp á lifandi tónlist, glæsilega tískusýningu og notalega stemmningu. Aðgangur er ókeypis en sætaframboð er takmarkað. Það er því betra að panta miða hjá Flotta saumagallerýi, Iðavöllum 10, s. 421-5959 og 865-4404.

Lyftum okkur nú upp. Bjóðum ömmu, mömmu, vinnufélögum og vinkonum með og eigum skemmtilega kvöldstund saman.

Aðgangur er ókeypis!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024