Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konukvöld í kvöld í Bláa lóninu
Mynd: Bláa lónið
Fimmtudagur 13. nóvember 2014 kl. 16:06

Konukvöld í kvöld í Bláa lóninu

Bláa lónið heldur konukvöld í kvöld, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30, í verslun sinni í Bláa lóninu. Þangað er öllum konum boðið í létt dekur.

Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að í boði sé 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum og 20% afsláttur af öðrum vörum. Leyndarmálið á bakvið ljómandi húð verður upplýst og boðið upp á veitingar frá matreiðslumeisturum Lava. Tónaflæði er í höndum DJ Yamaho og boðið verður upp á óvæntan glaðning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024