Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:07

KONUKVÖLD Í GARÐINUM

Verslunin Ársól í Garði stendur fyrir konukvöldi í Samkomuhúsinu í Garði næsta laugardagskvöld og opnar húsið kl. 20. Hljómsveitin BARA TVEIR kemur gestum í banastuð og léttar veitingar verða í boði. Þá verður tískusýning frá Ársól, sýnd verða íþróttaföt frá Sigurði Ingvarssyni og líkamræktarstöðin Lífsstíll verður með sérstaka sýningu. Upprennandi söngkonur spreyta sig og eitthvað verður um óvæntar uppákomur. Miðaverð verður kr. 1.900 fyrir konur og kr. 1.000 fyrir karla og gildir keyptur miði einnig sem happdrættismiði. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:30 en körlunum er boðið að mæta klukkan ellefu. Ballgestum verður boðinn kokteill milli 23-24.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024