Konudagurinn í dag!
Konudagurinn er gamall og góður íslenskur siður. Í dag lýkur líka Þorra og Góa tekur við. Blómasalar kætast í dag og án efa hafa margir karlar verið snemma á ferðinni í dag hjá blómasölum að tryggja sér vönd handa sinni heittelskuðu. Þá hefur verið stöðugur straumur í bakaríin í Reykjanesbæ í morgun, enda bakararnir búnir að baka fjölmargar ljúffengar konudagskökur.