Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Mannlíf

Konráð Lúðvíksson læknir segir sögur á sagnastund
Fimmtudagur 7. mars 2024 kl. 11:03

Konráð Lúðvíksson læknir segir sögur á sagnastund

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 9. mars 2024 kl 15:00. Konráð Lúðvíksson læknir segir frá móðurætt sinni og mannlífinu á Hafurbjarnarstöðum og nágrenni með fulltingi bróður síns, Vilhjálms.

Vilhjálmur á Hafurbjarnarstöðum var afi þeirra bræðra. Þá var búskapur á Hafurbjarnarstöðum, Kolbeinsstöðum, Kirkjubóli og í Vallarhúsum. Næg verkefni fyrir sumarpilta. Hákon Vilhjálmsson bóndi og umfangsmikill fuglamerkjari. Hestum beitt fyrir vagna og heytæki. Sagt frá horfnum heimi og eftirminnilegum persónum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga