Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konráð Lúðvíksson læknir segir sögur á sagnastund
Fimmtudagur 7. mars 2024 kl. 11:03

Konráð Lúðvíksson læknir segir sögur á sagnastund

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 9. mars 2024 kl 15:00. Konráð Lúðvíksson læknir segir frá móðurætt sinni og mannlífinu á Hafurbjarnarstöðum og nágrenni með fulltingi bróður síns, Vilhjálms.

Vilhjálmur á Hafurbjarnarstöðum var afi þeirra bræðra. Þá var búskapur á Hafurbjarnarstöðum, Kolbeinsstöðum, Kirkjubóli og í Vallarhúsum. Næg verkefni fyrir sumarpilta. Hákon Vilhjálmsson bóndi og umfangsmikill fuglamerkjari. Hestum beitt fyrir vagna og heytæki. Sagt frá horfnum heimi og eftirminnilegum persónum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga