Kóngarnir komu brúðhjónum á óvart
Karlakvartettinn Kóngarnir hjóluðu og sungu í öllum kirkjum á Suðurnesjum fyrr í sumar. Kóngareiðin var fjáröflun í orgelsjóð Keflavíkurkirkju og tókst vel. Þeir komu brúðhjónum í Kálfatjarnarkirkju skemmtilega á óvart þegar þau gengu út úr kirkjunni þegar þeir tóku lagið fyrir nýju brúðhjónin.
Arnór B. Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju og þeir Elmar Þór Hauksson, Kristján Jóhannsson, Sveinn Sveinsson og Sólmundur Friðriksson skipuðu kvartettinn og hugmyndin að því að hjóla á milli kirkna kom hjá organistanum sem er mikill hjólagarpur. Á reyndar ekki bíl og segist ekki þurfa bifreið.
Við sýnum hér með eitt skemmtilegt söngbrot þegar þeir fjórmenningar sungu í Hvalsneskirkju en þá tóku þeir lagið fyrir utan kirkjuna fyrir brúðhjón sem voru gefin saman.
Hér að neðan má einnig sjá skemmtilegt innslag Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, fréttamanns Stöðvar 2 á Suðurlandi en hann hitti hópinn og spjallaði við hann.