Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:07

KOMUM JÓNI Á ÞING

Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingar í prófkjöri sem fram fer 5-6 febrúar nk.. Það er fagnaðarefni fyrir Suðurnesjamenn þegar menn sem gjörþekkja málefni sveitarfélaganna og hafa einnig mikla reynslu úr atvinnulífinu gefa kost á sér til setu á hinu háa Alþingi. Jón hefur unnið mikið starf á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna og nægir þar að nefna þátt hans í að koma byggingu D-álmu við sjúkrahúsið í höfn. Jón var einn af fulltrúum Suðurnesja í samninganefndinni við ríkið um þessa byggingu og átti verulegan þátt í að ásættanleg lausn fannst á málinu. Ég vil hvetja þátttakendur í prófkjörinu til að kjósa Jón Gunnarsson því með tilkomu hans á Alþingi munu Suðurnesjamenn eiga rödd á Alþingi sem eftir verður tekið. Kristmundur Ásmundsson yfirlæknir og bæjarfulltrúi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024