Kominn frá Kanada til að sjá Nýdönsk í Hljómahöll
Michael Gnat er kominn alla leið frá Kanada til þess að sjá og heyra Nýdönsk spila í Stapa í Hljómahöll í kvöld. Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá varð Michael ástfanginn af hljómsveitinni að hann keypti sér flug til Íslands fyrir löngu og miða á tónleikana. Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar, sagði þetta mjög skemmtilegtí ljósi þess að hljómsveitin telst til íslenskra dægurlagahljómsveita og ólíklegt að margir útlendingar heillist af hljómsveitinni.
Enn er hægt að kaupa miða á tónleikana í afgreiðslunni og hefjast þeir kl. 19:30.