Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kolrassa Krókríðandi snýr aftur á afmælistónleikum Myllubakkaskóla
Fimmtudagur 29. mars 2012 kl. 16:57

Kolrassa Krókríðandi snýr aftur á afmælistónleikum Myllubakkaskóla

Kvennahljómsveitin Kolrassa Krókríðandi mun vakna af værum blundi og koma saman aftur þann 1.apríl á 60 ára afmælistónleikum Myllubakkaskóla í Keflavík í Andrews Theatre.

Kolrassa Krókríðandi heldur líka upp á sitt eigið afmæli þessa dagana þar sem nú eru komin 20 ár frá því hljómsveitin var stofnuð og frá sigri þeirra í Músíktilraunum Tónabæjar árið 1992. Allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar spila á tónleikunum. Það eru þær Elíza Geirsdóttir Newman sem syngur og spilar á fiðlu, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir sem spilar á bassa, Sirgrún Eiríksdóttir sem spilar á Gítar og Birgitta M Vilbergsdóttir sem spilar á trommur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjöldin allur af öðrum landsþekktum tónlistarmönnum spila einning á tónleikunum og má þar nefna, Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson og hljómsveitin Júdas, Valdimar Guðmundsson, Deep Jimi and the Zep Creams, Elíza Newman, Heiða Eiríks og Eldar.

Tvennir tónleikar verða haldnir á sunnudeginum 1 Apríl kl. 16 og kl 20 og komust færri að enn vildu þar sem það er uppselt á þá báða.