Kolrassa á Eistnaflugi
Þann 10. júlí 2010 mun kvennabandið alræmda Kolrassa Krókríðandi vakna af værum þyrnirósar blundi -for one night ONLY - til að stíga á stokk á bestu rokk hátíð Íslands, Eistnaflugi.
Þetta er einstakur viðburður og í fyrsta skipti sem Kolrassa kemur saman í nær áratug. Allir upprunalegir meðlimir munu stíga á stokk . Elíza , Bíbí, Sigrún , Anna Magga, Kalli og fyrsti trymbill hjómsveitarinnar Birgitta Vilbergs óje.
Klassísk rokk lög af plötunum Drápa, Kynjasögur og Köld eru kvennaráð verða flutt í fyrsta sinn í ára raðir og verður allt hækkað í 11 !
Þetta er eitthvað sem má ekki missa af!
Rössur munu rokka! - segir í tilkynningu.