Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kolbrún Guðjónsdóttir sýnir í Bling Bling
Miðvikudagur 2. maí 2007 kl. 15:25

Kolbrún Guðjónsdóttir sýnir í Bling Bling

Kolbrún Guðjónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Bling Bling við Hafnargötu á morgun, fimmtudag.  Verk Kolbrúnar eru litrík, unnin með steyptu akríl, spartsli og olíu.

Kolbrún á að baki grunnnám í hönnun og myndlist í Noregi á árunum 2001 – 2002 og námskeið í myndlistarskóla Reykjanesbæjar haustið 2004 í blandaðri tækni í olíu og steypu hjá Hermanni Árnasyni. Haustið 2006 sat Kolbrún svo námskeið hjá Daða Guðbjörnssyni.
Þetta er fyrsta einkasýning Kolbrúnar og mjög sennilega sú eina sem verður hér á landi þar sem hún flyst búferlum í sumar. Tíu prósent af sölu verkanna renna óskipt til styrktar langveikum börnum.
Sýningin stendur til 31. maí 2007.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024