Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 25. október 2008 kl. 11:40

Kolaportsstemmning í Innri Njarðvík í dag

Í tilefni af menningadögum í kirkjum Njarðvíkurprestakalls sem að nú standa yfir, verður markaður eldri borgara í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík laugardaginn 25.október kl.15-18.
Fyrirkomulagið verður þannig að ekki þarf að panta bás fyrirfram heldur opnar húsið kl. 13 og hverjum og einum gefst tækifæri á að selja vörur sínar t.d. handaverk, matvæli eða hvers konar framleiðslu og listaverk.
Þarna verður nokkurs konar Kolaportsstemmning. Kaffiveitingar verða seldar á vægu verði eða kr. 300 á meðan markaðurinn stendur yfir.

Upplagt tækifæri til að kaupa og selja jólagjafir og ódýran heimalagaðan íslenska mat.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024