Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kökubasar í Nettó um helgina
Fimmtudagur 31. mars 2011 kl. 14:40

Kökubasar í Nettó um helgina

Kökubasar verða í verslunarmiðstöðinni Krossmóa fyrir utan Nettó um helgina. Það er hún Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur fyrir þessari fjáröflun en hún hefur staðið í forræðisbaráttu í 3 ár við fyrrverandi eiginmann sinn í Bandaríkjunum.

Dagbjört giftist Jonathan Johnson árið 2004 og flutti með honum til Þýskalands og bjuggu þau þar í tvö ár. Árið 2006 fæddist Caitlin í Þýskalandi en seinna það ár fluttu þau til Bandaríkjanna.

Jonathan hafði fullvissað hana um að allt væri til reiðu í Bandaríkjunum og að hann væri búinn að sjá um alla pappíra fyrir hana, hún yrði bara að koma og fara í læknisskoðanir og restin myndi reddast.

Þegar Dagbjört kemur til Bandaríkjanna var þetta nú ekki eins og hann hafði lýst fyrir henni, en það var orðið of seint. Um leið og dóttir hennar, Caitlin, var komin á Bandaríska jörð, var hún föst. Dagbjört hafði það ekki í sér að skilja hana eftir en gat heldur ekki farið með hana úr landi, þá hefði Jonathan kært hana fyrir barnsrán.

Sagan um þetta mál er mjög löng og verður sögð seinna, en í stuttu máli er Dagbjört komin í fjárþrot. Hún þar a.m.k. að fara í tvær ferðir til Bandaríkjanna. Nú er kominn réttargæslumaður inn í málið og þarf öll fjölskyldan að fara út til að hitta hann fyrir réttarhöldin sem eru í enda maí. Seinni ferðin verður svo til að vera viðstödd réttarhöldin í maí.

Öll hjálp er vel þegin!

Reikningsnúmer:
0542-14-605040
Kennitala:
160982-4709

Mynd: Caitlin ásamt móður sinni Dagbjörtu Rós.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024