Kofasmíðinni er lokið í Garðinum

Það voru stoltir krakkar sem blaðamaður hitti í Garðinum í dag. Þær Bára Kristín og Elísabet Ósk voru ánægðar með kofann sinn. Kofabyggðin í umsjá skátafélagsins Heiðarbúa reis í Garði á skólalóð Gerðaskóla. Í dag var síðasti dagurinn og voru krakkarnir svekkt yfir rigningunni því sumir áttu eftir að mála að utan.








 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				