Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kofabyggð og skólagarðar
Þriðjudagur 17. júlí 2007 kl. 17:38

Kofabyggð og skólagarðar

Við hjá Víkurfréttum höldum áfram að heimsækja hin ýmsu námskeið og afþreyingu sem er í boði fyrir unga fólkið hér í Reykjanesbæ. Kofabyggðin rís á malarvellinum og krakkarnir hafa heldur betur vandað til verks. Einstaka pabbi eða bróðir kemur til að hjálpa en þau gera þetta næstum alveg sjálf! Skólagarðarnir dafna mjög vel þrátt fyrir þurrkinn sem hefur einkennt sumarið. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði voru nokkrir að snyrta beðin sín í veðurblíðunni, en greinilega margir sem hafa lagt leið sína þangað í sumar því nóg var af uppskeru.

 

Myndasyrpuna má finna á myndasíðunni.

 

Vf - myndir: MSJ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024