Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Knattspyrnukappar Keflavíkur sýndu golftakta í Leirunni - Myndir
Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 16:48

Knattspyrnukappar Keflavíkur sýndu golftakta í Leirunni - Myndir

Leikmenn Pepsi-deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu brugðu út af vananum í gærkvöldi og skelltu sér í golf í blíðunni á Hólmsvelli í Leirunni í stað hefðbundinnar fótboltaæfingar.

Leikmenn liðsins léku ásamt Sportmönum, stuðningmönnum liðsins sem m.a gamlar kempur úr Keflavíkurliðinu tilheyra. Menn voru mis liðtækir í golfinu og þegar stuðningsmennirnir kusu í lið var oftar en ekki kosið eftir hvernig fatnaði leikmaðurinn klæddist, og hvort menn væru í golfskóm.

Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir kylfingar leika saman og betra höggið gildir. Nokkur skrautleg högg litu dagsins ljós og einhverjir boltar töpuðust, annars gekk mótið stórslysalaust fyrir sig og menn skemmtu sér hið besta.

Sigurvegarar mótsins urðu fót- og körfuboltateymið Falur Harðarsson og Guðmundur Steinarsson sem léku 9 holur á pari eða 36 höggum. Í öðru sæti urðu þeir Magnús Matthíasson og Sveinbjörn Bjarnason en þeir voru á einu höggi yfir pari eða 37. Þriðjir voru svo Einar Orri Einarsson og goðsögnin Sigurður Albertsson sem varð Íslandsmeistari með Keflvíkingum árin 1964 og 1969.

Hér má sjá myndasafn frá þessu skemmtilega móti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Þór Magnússon var litríkur

Guðmundur Steinarsson tók eitt á ferðinni í anda Happy Gilmore

VF-Myndir/Eyþór Sæmundsson