Klopp í Sundmiðstöð Keflavíkur eftir sigur á City
Jurgen Klopp þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool var mættur í Sundmiðstöð Keflavíkur í morgun, aðeins nokkrum klukkutímum eftir stórsigur á Manchester City í Meistaradeildinni í knattspyrnu.
Eins og sjá má var Klopp bara í anda í sundmiðstöðinni en hann og lið hans á marga stuðningsmenn á Suðurnesjum, einn sá harðasti er sund-„stjórinn“ Jón Newman. Hann setti mynd af kappanum í hurðina við innganginn og skreytti svo afgreiðsluna með Liverpool treflum og fána. Sannkallaður Anfield andi sveif yfir vötnum og Jón bætti um betur með því að spila Liverpool-sönginn, „You never walk alone“ sem ómaði um alla undmiðstöð. Höfðu flestir gestir gaman af uppátæki Jóns en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir svona lagað eftir sigur liðsins í boltanum.
Jón á mini Anfield.