Klipptu út skuggaverur
Skuggaleikhús var sett upp í Listasmiðjunni á Vallarheiði nú eftir hádegið í dag. Leikhúsvinnan hófst með því að börn klipptu út hinar ýmsu verur sem síðar voru festar á prik. Í framhaldinu var sett upp skuggaleikhús, þar sem leikið var með samspil ljóss og skugga og framkallað skemmtilegt myndverk sem m.a. var tekið upp á myndband.
Meðfylgjandi mynd var tekin í undirbúningi skuggaleikhússins, sem verður endurtekið næsta laugardag, þegar Barnahátíð í Reykjanesbæ verður fram haldið.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson