Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klipptu sundur bíl við 88 húsið
Mánudagur 4. apríl 2016 kl. 13:29

Klipptu sundur bíl við 88 húsið

Forvarnardagur ungra ökumanna haldinn á dögunum

Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu á dögunum þar sem fjölmörg ungmenni úr Fjölbrautaskólanum fræddust um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila, þau fengu að prufa ölvunargleraugu auk þess sem fíkniefnahundar leitaðu af fíkniefnum sem búið var að fela á nokkrum stöðum.

Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur. Ölvaður ökumaður var valdur að slysinu og var hann handtekinn með tilheyrandi látum eins og sjá má hér að neðan ásamt fleiri svipmyndum frá deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 



Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.

Það reyndist mörgum erfitt að halda sér á línunni með þessi sérstöku ölvunargleraugu á hausnum.

Ung stúlka mætti til þess að segja frá hræðilegu bílslysi sem hún og vinir hennar lentu í.