Klipping og greiðsla með viðhafnargrímu
Grímur eru víða skylda og síðustu daga hefur grímunotkun aukist víða og mælt með því. Hárgreiðslukonurnar á Promoda í Reykjanesbæ láta það ekki á sig fá og ekki heldur viðskiptavinirnir eins og sjá má á þessum myndum. Linda Hrönn Birgisdóttir t.v. var með viðhafnarútgáfu af grímu en samstarfskonur hennar, þær Svala Úlfarsdóttir og Marta Teitsdóttir létu sér duga hefðbundnar grímur, sem og viðskiptavinirnir.