Klessti Dorrit og vann haug af vinningum
Fyrsti sigurvegarinn í Instagram leik VF er 17 ára gömul Keflavíkurmær, Ellen Ólafsdóttir, en hún sendi okkur skemmtilega mynd af sér með forsetahjónum Íslands en myndin var tekin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þegar þau Ólafur og Dorrit heimsóttu skólann á dögunum. Í 2. sæti var Berta Svansdóttir og í 3. sæti var Nadia Sif Gunnarsdóttir.
Ellen var himinlifandi þegar hún tók á móti vinningnum á skrifstofu VF en hún átti afmæli á miðvikudag. Hún var ekki viss hverjum hún ætlaði að bjóða með sér til að njóta vinninganna en hún var einkar ánægð með þessar veglegu gjafir. Sagan á bak við myndina var þannig að hún ákvað að stinga upp á öðruvísi mynd en allir aðrir voru að taka af sér með forsetahjónunum og Dorrit var að sjálfsögðu til í það.
Eins og fram hefur komið erum við á VF farin af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja þína mynd #vikurfrettir. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina fær sigurvegarinn aðgang fyrir fjóra í Bláa lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest.
Ellen er virk á Instagram og vann sér inn fjóra miða í Bláa Lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest í Instagram-leik VF.
Þessi mynd frá Bertu Svansdóttur varð í öðru sæti.
Nadia Sif Gunnarsdóttir varð í þriðja sæti með þessari mynd.