Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klemenz við Voga kl. 14
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 11:56

Klemenz við Voga kl. 14

Hjólakappinn Klemenz Sæmundsson er að ljúka níu daga hjólandi hringferð um Ísland í dag. Klemenz verður staddur í Hafnarfirði kl. 13 og verður við Voga kl. 14 í dag fyrir þá sem vilja slást í för með honum síðasta spölinn. Þegar hjólaferðinni lýkur síðar í dag ætlar Klemenz svo að hlaupa „Klemmann“ sem er 23,5 km. hringur um Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði og aftur til Reykjanesbæjar.

Klemminn hefst kl 16.30 fyrir þá sem vilja ganga og kl. 17.30 fyrir þá sem vilja hlaupa eða hjóla.

Start og endamark er að Heiðarbóli 37 (Við Heiðarskóla).

Hægt verður að skipta um föt fyrir hlaup og fara í sturtu að loknu hlaupi í íþróttahúsi Heiðarskóla. Boðið verður upp á hressingu að loknu hlaupi.
Nánari tímasetningar eru hér fyrir neðan.

Ingimundur Guðjónsson ætlar að vera tilbúinn með símann og ætlar að skutla fólki í gönguna eða hlaupið. Sími 844-7173 fyrir þá sem vilja koma inn í einhversstaðar á leiðinni.

Ca. skipulag fyrir þá sem ætla að labba:
Kl 16:30 fyrir þá sem ætla að labba 24 km frá Heiðarbóli
17:45 Sandgerði
18:30 Garður
19:30 Golfskáli
20:00 Hesthús
20:30 Heiðarból
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024