HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Kleinur og vöfflur urðu að billjardborði
Mánudagur 2. nóvember 2020 kl. 07:54

Kleinur og vöfflur urðu að billjardborði

Í Miðhúsum í Sandgerði er frábær starfsemi sem er í boði fyrir 60+, öryrkja og þá sem eru án atvinnu. Þar er fríður hópur kvenna sem er með kleinu- og vöfflusölu árlega á Sandgerðisdögum. Einnig selja þær handunnar vörur en að mestu prjónavörur í Miðhúsum. Ágóðan nota þær til að gefa af sér og í þetta skiptið gáfu þær félagsstarfinu veglegt billjardborð.

Hópurinn kallar sig Vinnufúsar hendur og samanstendur af tveimur starfsmönnum, Anne Lise Jensen (sem vantar reyndar á myndina) og Líney Baldursdóttir. Ásamt þeim eru félagskonurnar Heiða Sæbjörnsdóttir, Svala Guðnadóttir, Áslaug Torfadóttir, Fanney Sæbjörnsdóttir, Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Elsa Þorvaldsdóttir.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025