Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klassart með Bréf frá París
Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 17:27

Klassart með Bréf frá París

Eftir langa meðgöngu er annar diskur hljómsveitarinnar Klassart, „Bréf frá París“ kominn út. Við settumst niður með systkinunum og tókum stöðuna á þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loksins er diskurinn kominn út?

„Já, þetta er búið að vera langt ferli þar sem megnið af disknum var tekinn upp í fyrravor. Það tók svo langan tíma að púsla restinni saman, þ. á m. textum og öðru en við lögðum mikla áherslu á að þeir væru frambærilegir“.

Bréf frá París, hvernig kom titill plötunnar til?

„Titillinn er tekinn af upphafslagi plötunnar og er texti sem Vigdís Grímsdóttir skáldgyðja samdi.  Fríða setti sig í samband við hana og fékk hana til að skrifa tvo texta fyrir okkur.  Fríða útskýrði fyrir henni hvað hún vildi að Vigdís skrifaði um og útkoman var heldur betur framúrskarandi.  Þegar við fengum fyrsta textann sendann frá henni, sem var Bréf frá París, kom aldrei annað til greina en að diskurinn myndi bera þann titil“.

Hvar er diskurinn tekinn upp?

„Diskurinn er tekinn upp í Hljóðrita undir stjórn Guðmundar Kristins (Kidda í Hjálmum), þ.e.a.s. að undanskildu laginu Non ho le’ta (Heyr mína bæn) sem tekið er upp í Geimsteini með Björgvini Ívari Baldurssyni upptökumanni. Það er svo Geimsteinn sem gefur diskinn út“.

Nú er lagið Gamli grafreiturinn farinn að hljóma á öldum ljósvakanna, þar syngur Sigurður Guðmundsson með ykkur.

„Já, við nutum þeirrar lukku að mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki ljáði okkur krafta sína, þ. á m. Siggi. Lagið hefur fengið prýðilegar viðtökur og er á annarri viku komið á topp 10 lista Rásar 2. Vonandi það sem koma skal“.

En að öðru, fyrr á árinu spiluðuð þið efni tengt Hallgrími Péturssyni í kirkjum Suðurnesja, hvernig er staðan á því verkefni?

„Það er rétt, við fluttum ljóð Hallgríms Péturssonar við okkar eigin tónlist, það gekk mjög vel og fengum við góðar viðtökur við þeirri nálgun er við lögðum upp með. Hljómsveitin stefnir nú á að gefa út disk tengdu efninu á næsta ári“.