Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klassart fagnar útgáfu Smástirnis
Hljómsvetin hélt tónleika í Hörpu í vikunni.
Laugardagur 21. júní 2014 kl. 11:49

Klassart fagnar útgáfu Smástirnis

Tónleikar í Sandgerði í kvöld

Klassart hefur gefið út sína þriðju plötu sem ber heitið Smástirni. Af því tilefni ætlar hljómsveitin að halda útgáfutónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði þann 21. júní. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kostar miðinn kr. 2.500. Miðasala fer fram við hurð. Hljómsveitin Soffía Björg Band sér um upphitun.

Hljómsveitin Klassart var stofnuð af systkinunum Fríðu Dís og Smára Guðmundsbörnum snemma á þessari öld. Smástirni er þriðja plata hljómsveitarinnar en áður hafa komið út Bottle of Blues (2007) og Bréf frá París (2010). Á Smástirni kveður við nýjan tón og unnið er í öðrum hljóðheimi en Klassart hefur áður gert, en segja mætti að tónlistin á fyrri plötunum tveimur sé kántrí- og blússkotin. Platan einkennist fremur af synthum og ævintýralegum laga- og textasmíðum sem skapa angurværar melódíur í bland við taktfast popp. Lögin sameinast í geimævintýri sem er undirliggjandi þema plötunnar og gefur henni sterkan heildarsvip.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öll lög á plötunni eru samin af Fríðu Dís og Smára og það sama er að segja um textana sem eru allir á íslensku.

Fríða syngur og Smári spilar á bassa, Björgvín Ívar Baldursson (Lifun, Eldar) spilar á hljómborð og gítar, Örn Eldjárn (Orfia, Tilbury) á gítar, Baldur Guðmundsson á hljómborð, Særún Lea Guðmundsdóttir og Soffía Björg (Orfia, Brother Grass) sjá um bakraddir, Gunnar Skjöldur Baldursson sér um syntha og Þorvaldur Ingveldarson (Coral) lemur húðir.

Hljómsveitina Soffía Björg Band skipa þau Soffía Björg (gítar og söngur), Örn Eldjárn (gítar), Björgvin Ívar Baldurssoni (bassi) og Þorvaldur Ingveldarson (trommur).

Myndir Þorsteinn Surmeli.