Klassart eru með Georgíu á heilanum
Hér má heyra afar hugljúfa tóna frá hljómsveitinni Klassart úr Sandgerði. Þar flytja systkinin Fríða og Smári Guðmundsbörn, gamla slagarann Georgia on My Mind sem goðsögnin Ray Charles gerði m.a. góð skil hérna um árið. Lagið er sérstaklega fallegt í flutningi Klassart, eins og heyra má í myndabandinu hér að neðan.