Klassart á heimavelli í kvöld
Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Haldið var í tónleikaferð um landið fyrir skömmu en einnig kíktu nokkrir meðlimir Klassart í heimsókn til Parísar þar sem þau tóku þátt í Euro Music Contest. Nú eru þau komin á heimaslóðir og halda í kvöld tónleika á Paddy's ásamt Keflvíkingnum Oddi Inga Þórssyni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.