Klassart - Listin að elska
Hér gefur að líta glænýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Klassart. Myndbandið var tekið upp fyrir lagið Listin að elska en nemendur úr kvikmyndaskólanum unnu myndbandið sem hluta af verkefni fyrir skólann.
Hljómsveitin hefur í nógu að snúast þessa dagana en framundan er Blúshátíð Reykjarvíkur þar sem Klassart mun leika þann 20. apríl og svo bregða krakkarnir sér vestur á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður og stíga á stokk þar í fyrsta sinn. Upplýsingar um hátíðina má finna hér.
Hér að neðan má svo horfa á myndbandið við lagið Listin að elska sem situr í 10. sæti vinsældarlista Rásar 2 um þessar mundir.
EJS