Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Kjötsúpa mettaði 5000 manns
  • Kjötsúpa mettaði 5000 manns
Þriðjudagur 8. september 2015 kl. 06:00

Kjötsúpa mettaði 5000 manns

– Sex flutningabílar með súpuna í lögreglufylgd

Skólamatur mettaði 14.000 manns síðasta föstudag. Þar af voru 5000 gestir Ljósanætur í Reykjanesbæ og 9000 grunnskólanemendur á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Hefð er komin á það að Skólamatur bjóði gestum Ljósanætur upp á matarmikla kjötsúpu á föstudagskvöldinu á Ljósanótt í samstarfi við Goða. Súpuveislan hefur aldrei verið stærri en nú en sex flutningabíla þurfti til að flytja kjötsúpuna í lögreglufylgd niður að smábátahöfninni þar sem veislunni var slegið upp í tengslum við bryggjutónleika sem þar voru haldnir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni. Nánar verður fjallað um kjötsúpuna sem Skólamatur matreiðir í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudaginn. Þar verður einnig fjölmörgum öðrum viðburðum Ljósanætur gerð skil í tali, tónum og litríkum myndum.

























Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024